Útilífsskóli Landnema 2014

Skátafélagið Landnemar býður útilífsnámskeið fyrir börn frá 8 – 12 ára í sumar.
Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru útileikir, sund, stangveiði, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og fleira. Þó er jafnframt boðin mjög góð aðstaða til inniveru. Um er að ræða tveggja vikna námskeið með helgarfríi. Í lok seinni vikunnar er einnar nátta útilega. Hægt er að skrá sig á aðra vikuna. Önnur er án útilegu en hin með útilegu.

Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2002 til 2006 og eru rekin frá Skátaheimili Landnema að Háuhlíð 9.

Dagsetningar

Námskeið 1: Tvær vikur m. útilegu 10. – 20. júní
Námskeið 1a: Fyrri vika án útilegu 10. – 13. júní
Námskeið 1b: Seinni vika m. útilegu 16. – 20. júní

Námskeið 2: Tvær vikur m. útilegu 23. – 4. júlí
Námskeið 2a: Fyrri vika án útilegu 23. – 27. júní
Námskeið 2b: Seinni vika m. útilegu 30. – 4. júlí

Námskeið 3: Tvær vikur m. útilegu 7. – 18. júní
Námskeið 3a: Fyrri vika án útilegu 7. – 11. júní
Námskeið 3b: Seinni vika m. útilegu 14. – 18. júní

Þátttökugjald:

2 vikur m. útilegu:  18.900 kr.
1 vika m. útilegu:   12.200 kr.
1 vika án útilegu:    9.900 kr.

Ath. sérverð:
Námskeið 1) kostar þó 17.000 kr. og seinni vika þar 11.000 kr.

Systkinaafsláttur er 10% frá verði og er endurgreiddur við mætingu.
Innifalið í verði er öll dagskrá, rútukostnaður, sundferðir og gisting. Þá fá allir þátttakendur viðurkenningu í lok námskeiðs.
Þátttökugjöld skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs. Tekið er á móti debet og kreditkortum.

Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.
Þá daga sem námskeiðin eru haldin innanbæjar stendur dagskráin yfir frá kl. 9.00 til 16.00. Farið er í útileguna kl. 10.00 á fimmtudegi og komið til baka kl. 16.00. Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins og útilegunnar í upphafi námskeiðs.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.