Skráning í Útilífsskóla Landnema fyrir sumarið 2021 hefst vorið 2021.
Á sumrin erum við í Landnemum með stórskemmtileg útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára. Útilífsskóli Landnema byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, sund, skátaleikir og margt fleira.
Í fyrra komust færri að en vildu svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst!
Skráning mun fara fram á sportabler.com.
TÍMABIL sumarið 2020*
Námskeið 1: 8. – 12. júní
Námskeið 2: 15. – 19. júní**
Námskeið 3: 22. – 26. júní
Námskeið 4: 29. júní – 3. júlí
Námskeið 5: 6. – 10. júlí
Námskeið 6: 20. – 24. júlí
Pollanámskeið: 27. – 31. júlí (5-6 ára)
*Athugið að áætlun þessi er birt með fyrirvara um mögulegar breytingar
**Námskeiðið er einungis fjórir dagar vegna 17. júní
VERÐSKRÁ
Viku námskeið: 14.000 kr
Nánar…
- Starfssvæði Útilífsskóla Landnema er Hlíðarnar, Háaleiti, mið- og vesturbær.
- Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára, fædd 2008 til 2012.
- Námskeið eru frá kl. 9.00 til 16.00.
- Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nóg nesti fyrir daginn.
- Innifalið í verði er öll dagskrá.
- Greiðsla fer fram í gegnum sportabler.
- Þátttökugjöld skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs.
- Ef einhver vesen eru með skráningu þarf að senda tölvupóst á skátafélagið og við finnum út úr því saman.
Pingback: Skráning í Útilífsskóla Landnema er hafin | Skátafélagið Landnemar
Pingback: Skráning í Útilísskóla Landnema er hafin | Skátafélagið Landnemar
Pingback: Páskar að baki, sumarið framundan! | Skátafélagið Landnemar
Pingback: Sumarstarfsmenn óskast | Skátafélagið Landnemar
Pingback: Páskáfundur, páskafrí! | Skátafélagið Landnemar