ÚTILÍFSSKÓLI LANDNEMA

Á sumrin erum við í Landnemum með stórskemmtileg útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára, fædd árin 2009-2013. Útilífsskóli Landnema byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, sund, skátaleikir og margt fleira. Starfssvæði Útilífsskóla Landnema er Hlíðarnar, Háaleiti og miðbær Reykjavíkur, en allir eru velkomnir.

Námskeiðin hefjast klukkan 09:00 og standa til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nóg nesti yfir daginn.

Tímabil 2021:
Námskeið 1: 14.-18. júní**
Námskeið 2: 21.-25. júní
Námskeið 3: 28.-02. júlí
Námskeið 4: 12.-16. júlí
Námskeið 5: 19.-23. júlí
Námskeið 6: 26.-30. júlí

*Athugið að áætlun þessi er birt með fyrirvara um mögulegar breytingar
**Námskeiðið er einungis fjórir dagar vegna 17. júní

Skráning mun fara fram á sportabler.com og hefst á næstu vikum. Þátttökugjald er 15.000 kr og er innifalið í verði öll dagskrá. Verðið skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs. Greiðsla fer fram í gegnum Sportabler. 

Ef upp kemur villumelding við skráningu þarf að senda tölvupóst á skátafélagið og við finnum út úr því saman.