Dagskrá

Dagskráin verður öll í takt við þemað “Hótel Jörð” og hefum við unnið hörðum höndum að því að gera hana sem glæsilegasta. Hér má skoða hverng dagskráin er sett upp á mótinu fyrir ólíka aldurshópa (sjá: Tímaplan). Nánari upplýsingar um einstaka dagskráliði verða settar hér á síðuna þegar nær dregur.

Flokksverkefni

Í ár verða flokksverkefni sem skátaflokkar geta unnið á flokksfundum fyrir Viðeyjarmót í júní. Flokkurinn hjálpast að við það að klára verkefnin og myndar skemmtilega stemningu fyrir mótið auk þess að læra meira um umhverfið og undirbúa sig betur fyrir framtíðina. Þegar hver flokkur hefur lokið við verkefni setur hann, eða foringinn, mynd af verkefninu á Facebook – síðu mótsins, ”Viðeyjarmót”. Fyrir það að setja myndina á síðuna, fær flokkurinn ákveðið mörg stig. Á sjálfu mótinu verður flokkakeppni, valdagskrá o.fl. þar sem flokkurinn getur unnið sér inn fleiri stig, ásamt öðrum þrautum.

Hér má skoða FLOKKSVERKEFNIN.

Valdagskrá

Nánari upplýsingar um valdagskrá mótsins koma á síðuna 1. maí.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.