Vígslugrunnur

Allir skátar sem eru að fara vígjast á morgun þurfa að kunna og skilja skátaheitið, skátalögin og kjörorð skáta. Við hvetjum alla til að koma vel undirbúna á morgun, tilbúna til að taka vígslu inn í skátahreyfinguna.

Vígslugrunnur 

Vígslugrunnur

Skátaheitið

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess;

að gera skyldu mína við guð og ættjörðina,

að hjálpa öðrum

og að halda skátalögin.

Kjörorð skáta

“Ávallt viðbúinn.”

Skátalögin

 1. Skáti er hjálpsamur
 2. Skáti er glaðvær
 3. Skáti er traustur
 4. Skáti er náttúruvinur
 5. Skáti er tillitssamur
 6. Skáti er heiðarlegur
 7. Skáti er samvinnufús
 8. Skáti er nýtinn
 9. Skáti er réttsýnn
 10. Skáti er sjálfstæður

Í starfi drekaskáta er áhersla lögð á fyrstu fjórar greinar skátalaganna.

Í starfi fálkaskáta er áhersla lögð á fyrstu sjö greinar skátalaganna.

Skátar á hinum aldursstigunum leggja áherslu á öll skátalögin.

 

Skátakveðjur

Skátakveðjurnar eru fjórar: Almenn kveðja, hátíðarkveðja, fánakveðja og vinstri­handar­kveðja.

Almenn kveðja er notuð þegar:

 • Skáti heilsar í búningi og þegar skáti heilsar foringja.
 • Þjóðsöngurinn er leikinn úti við.
 • Fáni er borinn fram hjá fylkingu.
 • Forseti íslands fer fram hjá fylkingu.

Hátíðarkveðjan er notuð þegar:

 • Farið er með skátaheitið.
 • Farið er með skátalögin.

Fánakveðja er notuð þegar:

 • Fáni á fastri stöng er dreginn upp eða niður.

skátakveðjur

Skátar heilsast með vinstrihandarkveðjunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.