top of page
212861272_4427311827302764_6391621086226875456_n.jpg

DRÓTTSKÁTAR

Sjálfstæði  -  Færni  -  Valdefling

Fundartími: Fimmtudagar kl. 17:45-19:45
Sveitarforingjar: Sigurður Viktor, 
Jón Grétar og Pálína Björg

Skátar á aldrinum 13-15 ára nefnast dróttskátar. Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um landið ásamt því að fá sín fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Margir skátar taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum.

 

Dróttskátar starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5 – 8 skátar vinna saman innan skátasveitarinnar yfir starfsárið. Samvinna innan dróttskátaflokksins er formfastari heldur en á yngri aldursbilum og skátarnir verða færari um að skipta með sér hlutverkum eftir styrkleikum hópsins. Í Landnemum kallast dróttskátasveitin Víkingar.

 

Dróttskátar fá ýmis tækifæri til að fara í fjölda ferða en á þau geta t.d. farið í ferðir og útilegur sem þau skipuleggja sjálf auk þeirra sem skipulagðar eru fyrir þau. Að ferðast til útlanda á skátamót er á meðal skemmtilegustu upplifana í skátastarfinu, þar gefst færi á að kynnast samhuga jafnöldrum og kynnast ólíkum menningarheimum hvors annars. Viðburðir sem þessir eiga það allir sameiginlegt að gefa dróttskátunum færi á að kynnast og stunda skátastarf með jafnöldrum úr öðrum skátafélögum eða löndum. 

Hér er hægt að lesa meira um starf dróttskáta.

Trönur
Drottskatamot.jpg
Merki Landnema tranparent.png

Skátafélagið Landnemar
Háahlíð 9, 105 Reykjavík
landnemi@landnemi.is

888-1611

  • Facebook

©2024 Skátafélagið Landnemar.

bottom of page