Heill, gæfa, gengi, Landnemar lifi lengi!
DRÓTTSKÁTAR
Sjálfstæði - Færni - Valdefling
Fundartími: Fimmtudagar kl. 17:45-19:45
Sveitarforingjar: Sigurður Viktor, Jón Grétar og Pálína Björg
Skátar á aldrinum 13-15 ára nefnast dróttskátar. Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um landið ásamt því að fá sín fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Margir skátar taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum.
Dróttskátar starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5 – 8 skátar vinna saman innan skátasveitarinnar yfir starfsárið. Samvinna innan dróttskátaflokksins er formfastari heldur en á yngri aldursbilum og skátarnir verða færari um að skipta með sér hlutverkum eftir styrkleikum hópsins. Í Landnemum kallast dróttskátasveitin Víkingar.
Dróttskátar fá ýmis tækifæri til að fara í fjölda ferða en á þau geta t.d. farið í ferðir og útilegur sem þau skipuleggja sjálf auk þeirra sem skipulagðar eru fyrir þau. Að ferðast til útlanda á skátamót er á meðal skemmtilegustu upplifana í skátastarfinu, þar gefst færi á að kynnast samhuga jafnöldrum og kynnast ólíkum menningarheimum hvors annars. Viðburðir sem þessir eiga það allir sameiginlegt að gefa dróttskátunum færi á að kynnast og stunda skátastarf með jafnöldrum úr öðrum skátafélögum eða löndum.
Hér er hægt að lesa meira um starf dróttskáta.