top of page
27164853_1614973958582075_5893357425762981205_o_edited_edited.jpg

Skátafélagið Landnemar

Landnemar-4.png

Skátafélagið Landnemar býður upp á öflugt skátastarf fyrir börn og ungt fólk frá 4 ára aldri, þar sem skátarnir fá tækifæri til að prófa og upplifa fjölbreytt ævintýri í hópi skátavina. Yngsti hópurinn, fjölskylduskátar fyrir 4 til 6 ára, hittist mánaðarlega þar sem fjölskyldan á saman gæðastund. Eldri skátar hittast vikulega yfir vetrartímann auk þess að fara í útilegur og á skátamót.
Á sumrin rekur félagið Útilífsskóla Landnema þar sem börnum býðst að taka þátt í ævintýralegum sumarnámskeiðum undir stjórn reyndra skátaforingja.
Skátafélagið Landnemar er aðili að Skátasambandi Reykjavíkur og Bandalagi íslenskra skáta sem eru aðilar að alheimshreyfingum skáta WOSM og WAGGGS. Við hlökkum til að sjá ykkur!

bottom of page