top of page

Sumarið 2024
Útilífsskóli Landnema

Skátafélagið Landnemar í Hlíðunum í Reykjavík bjóða upp á stórskemmtileg útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára á sumrin. Útilífsskóli Landnema byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru klifur, sig, rötun, útieldun, sund, hjólaferðir, skátaleikir og margt fleira.

18.-21. júní*

fyrir 7-9 ára (2015-2017)

18th - 21st of June

for 7-9 year olds (2015-2017)

*4 day course

24.-28. júní

fyrir 7-9 ára (2015-2017)

24th - 28th of June

for 7-9 year olds (2015-2017)

Námskeið 2

1.-5. júlí

fyrir 10-12 ára (2012-2014)

1st - 5th of June

for 10-12 year olds (2012-2014)

Námskeið 3

Námskeið 1

8.-12. júlí

fyrir 10-12 ára (2012-2014)

8th- 12th of July

for 10-12 year olds (2012-2014)

Námskeið 4

22.-26. júlí

fyrir 7-9 ára (2015-2017)

22nd - 26st of July

for 7-9 year olds (2015-2017)

Námskeið 5

6.-9. ágúst*

fyrir 10-12 ára (2012-2014)

6th - 9th of August

for 10-12 year olds (2012-2014)

*4 day course

Námskeið 6

Um Útilífsskóla Landnema

Boðið er upp á tvö aldursbil, 7-9 ára (2015-2017) og 10-12 ára (2012-2014). Námskeiðin eru að mörgu leyti svipuð en námskeiðin fyrir 10-12 ára eru meira krefjandi og mun vera meiri áhersla á sjálfstæði og munu þátttakendur til dæmis hjóla meira á milli staða frekar en að taka strætó. Þátttakendur í 10-12 ára aldursbilinu þurfa því að geta komið með hjól og hjálm, og getað hjólað í hóp.

Starfssvæði Útilífsskóla Landnema eru Hlíðarnar, Háaleiti, mið- og Vesturbær en ekki þarf að vera búsettur í þeim hverfum til þess að skrá sig á námskeiðin. Hvert námskeið hefst á mánudegi og stendur til föstudags, frá kl. 9:00 til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir allan daginn.

Þátttökugjald er 17.000 kr. og skal greiða eigi síðar en viku fyrir upphafsdag námskeiðs. Innifalið í verði er öll dagskrá og greiðsla fer fram í gegnum skráningarkerfið Sportabler. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Þetta eru mjög fjölbreytt og skemmtileg námskeið og í fyrra komust færri að en vildu þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst! 

Markmið Útilífsskóla skáta er að:

  • Bjóða börnum og ungmennum upp á námskeið þar sem þau kynnast undirstöðuatriðum útivistar, hópeflis og vináttu.

  • Kynna börn og ungmenni fyrir skátastarfi og viðfangsefnum þess.

  • Stuðla að því að börn og ungmenni verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.

Þessum markmiðum hyggst Útilífsskólinn m.a. ná með því að:

  • Stuðla að hópastarfi, sem kennir tillitssemi, eykur samskiptafærni og eflir ábyrgð.

  • Standa fyrir útilífi sem eflir líkamsþrek og vekur áhuga þátttakenda á náttúrunni, eflir skilning þeirra og áhuga á að vernda hana.

  • Bjóða upp á dagskrá með margvíslegum viðfangsefnum, þar sem þátttakandinn lærir ýmis nytsöm störf, þeim sjálfum og öðrum til heilla.

  • Virkja börn í hópeflisleikjum þar sem þátttaka er valkvæð eftir áhugasviði og þroska þátttakanda.

Ekki hika við að hafa samband í gegnum netfangið utilifsskoli@landnemi.is ef einhverjar spurningar vakna.

bottom of page