top of page

FÁLKASKÁTAR

Kjarkur  -  Hugmyndaflug  -  Samvinna

Fundartími: Miðvikudagar kl. 17:30 til 19:00
Sveitarforingjar: Védís, Andreas. Yrja og Egor

Fálkaskátar eru á aldrinum 10 – 12 ára. Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem  styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem  styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöryggi.

Fálkaskátar byrja að starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5-8 skátar vinna saman yfir starfsárið og öðlast um leið mikla reynslu í samvinnu og samskiptum. Fálkaskátasveitin sem telur 24 skáta, starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Í Landnemum kallast fálkaskátasveitin Þórshamar eftir hamri Þórs. Innan Landnema fara fálkaskátar í ýmsar ferðir. Þetta geta verið dagsferðir og félagsútilegur en einnig byrja fálkaskátar að fara í sveitarútilegur víðsvegar um landið þar sem gist er heila helgi í skátaskálum eða tjöldum.

Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, er árlega haldinn einn viðburður fyrir fálkaskáta. Fálkaskátadagurinn er haldinn í nóvember á hverju ári og er dagsviðburður þar sem fálkaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ólíkum áskorunum. Einnig eru fálkaskátar yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Ásamt Landsmóti skáta er einnig Landsmót fálkaskáta sem er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð tekur mið af aldursbili fálkaskáta en það er líka á fjögurra ára fresti, en er haldið tveimur árum eftir Landsmóti skáta.

 

Hér er hægt að lesa meira um starf fálkaskáta.

212074626_4430151563685457_614990646897267626_n_edited.jpg
213842811_4433112416722705_1438586528560573796_n_edited_edited_edited_edited.jpg
bottom of page