Heill, gæfa, gengi, Landnemar lifi lengi!
Salur til leigu

Háahlíð 9
Í húsnæði Skátafélagsins Landnema að Háuhlíð 9, 105 Reykjavík er lítill 64m² salur með eldhúskrók. Hægt er að koma þar fyrir u.þ.b. 40 manns við borð og hentar hann ágætlega fyrir litlar veislur, fundi, námskeið eða ráðstefnur.
Aðgangur að stóru eldhúsi í kjallara getur fylgt með.
Á lóð aftan við húsið er pallur og eldstæði.
Leiguverð
Leiguverð er 20.000 kr. fyrir fundi og litlar samkomur.
Kvöldleiga er möguleg en salurinn er aldrei leigður lengur en til miðnættis.
Leiguverð í kvöldleigu er 35.000kr.
Pantanir fara fram í gegnum tölvupóst á netfangið starfsmadur@landnemi.is


Leiguskilmálar
Öll neysla áfengis, vímuefna og tóbaks er bönnuð í og við skátaheimilið.
Leigjendur gangi vel um húsið og skulu sópa yfir gólf og losa allt rusl áður en salnum er skilað.
Sé leirtau notað þarf að þvo það upp og ganga frá.
Athugið að dúkar eru ekki innifaldir í leigu.