Heill, gæfa, gengi, Landnemar lifi lengi!
FJÖLSKYLDUSKÁTAR
Ævintýri - Náttúra - Saman
Fundartími: Annar sunnudagur í hverjum mánuði kl. 11:00 – 12:00
Sveitarforingjar: Hulda Orradóttir og Guðrún Blöndal
Fjölskylduskátar eru fyrir börn á aldrinum 3-6 ára ásamt fjölskyldum þeirra. Í fjölskylduskátastarfinu er eitt af markmiðum þess að auka tengsl og styrkja samband milli barnsins og þess fullorðna sem stunda skátastarfið saman. Börnin fá möguleika á því að taka þátt í krefjandi og spennandi skátaupplifun þar sem þau fá að upplifa það að vera virk í náttúrunni og deila því með fjölskyldunni. Foreldri sem og aðrir fjölskyldumeðlimir eru virkir þátttakendur með börnunum á öllum skátafundum og eru þar til að upplifa sjálf skátastarfið og til að styðja börn sín og hvetja.
Fundarstaðir eru breytilegir eftir viðfangsefni og fjölskyldur fá tímanlega að vita staðsetningu fundarins. Í langflestum tilfellum eru fundir haldnir utandyra og því mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir séu klæddir eftir veðri. Dæmi um viðfangsefni er t.d. útieldun, fjöruferð, gönguferð, náttúrubingó o.s.frv.