top of page
rovermot.jpg

REKKA OG RÓVERSKÁTAR

Frelsi  -  Seigla  -  Útsjónarsemi

Fundartími: Fimmtudagar kl. 17:45-19:45

Sveitarforingjar: Elva Dögg

Rekka- og róverskátar eru á aldrinum 16-25 ára og býðst fjöldi nýrra tækifæra í eigin starfi og byrja að spreyta sig á hinum ýmsu ábyrgðarhlutverkum innan skátahreyfingarinnar. Rekkaskátar starfa gjarnan saman þvert á skátafélög og byrja þar að auki í auknum mæli að starfa með róverskátum. Rekkaskátar eru skátar á aldrinum 16-18 ára og róverskátar eru á aldrinum 19-25 ára. Rekka- og róverskátum býðst að taka þátt í ýmsum spennandi viðburðum bæði innanlands og utan og byrja þeir því gjarnan að mynda tengsl við aðra skáta þvert yfir hnöttinn. Á rekka- og róverskátaaldri byrja flestir að sinna foringjastörfum eða öðrum hlutverkum innan skátafélaganna og því er boðið upp á fjölda námskeiða í leiðtogaþjálfun fyrir þennan aldur.

Í rekka- og róverskátum er hópskiptingin ekki jafn formföst og á yngri aldursbilum, þeir taka sig saman um þá dagskrá sem þau hafa áhuga á og starfa því jafnvel í mörgum hópum samtímis og ólíkum hópum yfir árið. Rekkaskátasveitin í Landnemum er kölluð Rs. Plútó. Rekkaskátar skipuleggja líka og framkvæma einstaklingsmiðaðri dagskrá og verkefni en áður, sérstaklega þau sem vinna að forsetamerkinu. Rekkaskátar eru færir um að halda utan um eigið starf en gjarnan er einn eða fleiri eldri skátaforingi þeim til halds og trausts. Hlutverk skátaforingjans er vera skátunum til stuðnings við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og leiðbeina þeim eftir þörfum, þá reynir skátaforinginn iðulega að miðla vissri kunnáttu, fræðslu og reynslu til rekkaskátanna og hvetja þau til að reyna nýja hluti í starfinu.

bottom of page