Við leitum eftir öflugum einstaklingi í skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn og ungt fólk á aldrinum 3-25 ára. Við leitum að einstaklingi sem er skapandi, sjálfstæður, skipulagður og sniðugur. Starfshlutfall er um 20%-30% og hentar mjög vel fyrir skólafólk. Vinnutími er að mestu seinnipart dags þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag en hægt er að semja um annað.
Helstu verkefni og ábyrgð Halda utan um skráningar í Sportabler Sjá um tölvupóst og samskipti við foreldra Styðja við foringja Viðvera á fundartímum Annast innkaup o.fl.
Þrif
Menntunar- og hæfniskröfur Framúrskarandi íslenskukunnátta
Hreint sakavottorð
Bílpróf
Almenn tölvukunnátta
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur
Frekari upplýsingar veitir Hulda María, félagsforingi skátafélagsins, á felagsforingi@landnemi.is. Umsóknir skulu berast á landnemi@landnemi.is sem fyrst.
Comments