top of page
Search

Landnemar halda Fálkaskátadaginn 2024

  • Writer: Pálína Björg Snorradóttir
    Pálína Björg Snorradóttir
  • Nov 11, 2024
  • 1 min read

Updated: Nov 12, 2024

Fálkaskátadagurinn var haldinn þann 2. nóvember, á 112 ára afmælisdegi skátastarfs á Íslandi. Landnemar voru gestgjafar dagsins og buðu fálkaskátum á landinu upp á dagskrá í heimabyggð Landnema. Um 100 fálkaskátar úr mörgum skátafélögum tóku þátt í Fálkaskátadeginum sem hófst á póstaleik í Öskjuhlíðinni þar sem skátarnir leystu ýmsar þrautir og endaði leikurinn á eldkeppni við Landnemaheimilið. Flokkurinn Ostasnakk úr Garðbúum stóð uppi sem sigurvegarar og hlaut að launum farandfánann Fálkakempur.

Eftir póstaleikinn var haldin kvöldvaka, boðið upp á kakó og kex en rúsínan í pylsuendanum var draugahúsið sem dróttskátar í Landnemum höfðu sett upp í skátaheimilinu.

Takk fyrir komuna öll!












 
 
 

1 comentario


Oddný Sturludóttir
Oddný Sturludóttir
12 nov 2024

Skemmtilegar myndir!

Me gusta
Merki Landnema tranparent.png

Skátafélagið Landnemar
Háahlíð 9, 105 Reykjavík
landnemi@landnemi.is

888-1611

  • Facebook

©2024 Skátafélagið Landnemar.

bottom of page