Landnemar ætla á Landsmót skáta 2024, 12.-19. júlí á Úlfljótsvatni, og munu reisa tjaldbúð með skátum frá Lúxemborg!
Fararhópur Landnema á Landsmót skáta eru fálkaskátar og eldri. Drekaskátar og fjölskylduskátar eru hvattir til þess að dvelja í fjölskyldubúðum. Allir þátttakendur á Landsmóti þurfa að koma með fararhópi síns skátafélags en fararhópurinn reisir saman tjaldbúð, útbýr og snæðir allar máltíðir á mótinu saman, fer saman í dagskrá og fararstjórar sinna skátunum og velferð þeirra á meðan á mótinu stendur. Auk þess undirbýr fararhópurinn ferðina saman.
Fararhópur Landnema mun hittast í tvö skipti á undirbúningsdögum, upp úr hádegi sunnudagana 17. mars og 26. maí ásamt æfingaútilegu 21.-22. júní. Nákvæmari dagskrá og tímasetning verður auglýst síðar. Þá verða haldinn fundur fyrir foreldra og aðra forsjáraðila.
Mótsgjaldið er 83.000 kr. sem greiðist til Bandalags íslenskra skáta. Sameiginlegur kostnaður fararhóps Landnema er 10.000 kr. og er aðskilið því gjaldi sem er greitt til mótsins. Þetta gjald greiðir fyrir sameiginlega viðburði fram að móti sem nefndir eru að ofan, samgöngur frá Reykjavík á Úlfljótsvatn og til baka, kostnað við flutning sameiginlegs búnaðs, sérstök einkenni sem allir Landnemar fá fyrir mótið, kostnað vegna gas, eldiviðs og annars sem þarf að kaupa fyrir tjaldbúð, auk sjóðs til að bregðast við óvæntum kostnaði sem ávallt er hætta á að fylgi ferð sem þessari.
Athugið að hver skáti þarf að skrá sig í fararhóp Landnema og á mótið sjálft.
Skráning í fararhóp Landnema: https://www.sportabler.com/shop/Landnemar
Skráning á mótið sjálft: https://skraning.skatarnir.is
Skráningarfrestur er til og með 16. febrúar.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Landsmóts skáta þ.m.t. upplýsingar um fjölskyldubúðir https://skatamot.is/.
Bình luận