top of page
Search
  • Writer's pictureHulda Maria

Landnemamót

Landnemamót verður haldið 12.-13. júní við Hvaleyrarvatn. Þetta er félagsútilega þar sem allir skátar í Landnemum koma saman. Gist verður í tjöldum og fá skátarnir að upplifa ýmis ævintýri í þessari útilegu. Landnemar munu útvega tjöld, mat og dagskrárefni. Þátttakendur þurfa að koma með annan útbúnað, sjá tillögu að útbúnaðarlista hér.

Mæting er við Skátalund (kort) kl. 10:00 þann 12. júní. Við hvetjum skátana til þess að sameinast í bíla. Skátarnir skulu vera sóttir á sama stað kl. 14:00 þann 13. júní.

Skráning fer fram á Sportabler og er frítt á mótið fyrir þá sem hafa greitt félagsgjald 2020-2021. Þessi útilega er frábær vettvangur fyrir þá sem eru að fara á Skátasumarið til þess að æfa sig að gista í tjaldi og fara í útilegu. Við hlökkum til að fá loksins að fara í útilegu með þessum flottu skátum!

Skátalundur er skátaskáli eldri skáta í Hafnarfirði sem hafa útbúið útivistarparadís. Við skálann eru flatir þar sem skátar geta farið í útilegur, bálstæði og skógarrjóður og því hentugur fyrir flokka- og sveitarútilegur. Hægt er að finna frekari upplýsingar um svæðið hér.

Útilegan er skipulögð með þeim fyrirvara að samkomutakmarkanir séu í lagi og hafi ekki áhrif á útileguna. Einnig erum við meðvituð um hættu af gróðureldum og munum skoða stöðuna þegar nær dregur.


22 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page