top of page
Search
  • Writer's pictureHulda Maria

Drekaskátamót

Drekaskátamót verður haldið 5.-6. júní á Úlfljótsvatni þar sem er spennandi aðstaða til leikja og ýmsir dagskrármöguleikar í boði. Mótið er fyrir alla drekaskáta (f. 2011-2013) á landinu og þátttakendur mótsins koma því héðan og þaðan af landinu og frá mörgum skátafélögum. Þema mótsins er “Með sól í hjarta”. Við förum með rútu á mótið og gistum í tjöldum og á dagskránni er t.d. klifur, bátar, vatnasafarí, bogfimi og kvöldvaka.

Landnemar útvega tjöld en skátarnir þurfa að koma með annan búnað. Útbúnaðarlista má sjá hér.


Mótsgjaldið er 5.900 kr. en í því er innifalin öll dagskrá, drekaskátamótsbolur og kvöldmatur og kvöldhressing á laugardagskvöldi. Annan mat þurfa börnin að koma með með sér, þ.e.:

-Hádegismat á laugardegi

-Kaffihressingu á laugardegi

-Morgunmat á sunnudegi

-Hádegismat á sunnudegi

Skráning fer fram á skatar.felog.is og er skráningarfrestur til 27. maí. Skátasamband Reykjavíkur sér um rútukostnað þannig að ekkert gjald leggst ofan á mótsgjaldið. Nánari upplýsingar um brottfarartíma koma þegar nær dregur.

Mótsstjórn drekaskátamóts hefur gefið út tvær varaáætlanir vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Hér eru plönin:

Plan A: Eins og lýst er hér að ofan.

Plan B: Mótinu yrði breytt í dagsferð á Úlfljótsvatni og því yrði ekki gist en skátarnir myndu fá að prófa að fara í klifurturn, bogfimi, báta, vatnasafarí og fleira sem boðið er upp á á venjulegu Drekaskátamóti. Helmingur skátafélaganna myndi koma á laugardegi en hinn helmingurinn myndi koma á sunnudeginum.

Plan C: Mótsstjórnin myndi senda hugmyndir að drekaskátamótsdagskrá og drekaskátamótsboli heim í skátafélögin sem skátafélögin geta nýtt til að halda útilegu eða drekaskátadag heima í félögunum einhvern tímann í sumar þegar aðstæður leyfa.




9 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page